Einn plús – tveir mínusar, fyrir geðið

Þannig eru hlutföllin oft:

Plús:
Það er hið besta mál og ánægjulegt að sjá tuttugu og sjö flóttamenn frá Kólumbíu koma til Íslands til að hefja nýtt líf. Þaðan hafa komið manneskjur sem standa sig eins og hetjur.

Mínus:
Ekki kemur það á óvart að bensín er dýrast á Íslandi af öllum löndum heims. Við erum okrinu vön. Er nokkuð til sem er ódýrast á Íslandi?

Mínus:
Hún veldur mér angri og þunglyndi krafan sem ég fékk frá Tryggingastofnun ríkisins um endurgreiðslu á lífeyrisbótum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.