Átakanlegustu tíðindin koma frá Flateyri þessa dagana. Yfir hundrað manns missa atvinnu og afkomu. Líklegt er að ekki færri en tvöhundruð manns muni líða skort og skelfingu af þeim sökum. Engar tekjur, afborganir í vanskil, reikningar safnast upp. Að síðustu ekki til fyrir daglegum þörfum barna og mat þrýtur. Ástandið er í einu orði sagt hörmulegt.
Þeir sem upplifað hafa slíka tíma fyllast af meðlíðan með íbúunum. Atvinna er lykill að lífi. Að missa atvinnu er líkast því að lamast. Fjölskyldur lamast. Fyrirvinnan fyrst. Bæjarfélög á Vestfjörðum upplifa skelfilega tíma þessa mánuðina. Austfirðir bjuggu við ámóta aðstæður. Nú loksins er þar næg atvinna. Vinna fyrir alla. Það er stórkostlegt að fylgjast með því hvernig fólk, konur og karlar, hópast í störf hjá álverksmiðjunni og upplifa nýja tíma.
Og þar er Kárahnjúkavirkjun lykilatriði. Þrátt fyrir allt tuðið undanfarin ár.
En hvað verður gert fyrir Vestfirðinga? Hvað er hægt að gera fyrir Vestfirði? Eitthvað þarf að gera strax. Það er ekki nóg að einstaka þingmenn rísi upp og úthrópi aðra þingmenn til þess að komast í sviðsljós. Vandinn verður ekki leystur með kjaftinum einum. Það finnast ótal menn með stóran kjaft en oftast sáralítil verk. Hér þarf heilindi og hér þarf verk.
Verið er að setja saman nýja ríkisstjórn. Í máli sanngjarnra verður hún kölluð Þingvallastjórnin. Hún fær tækifæri strax á fyrstu dögum hveitibrauðsdagana til að láta til sín taka. Hætta öllu skrumi, bretta upp ermarnar og koma mannlífi á Vestfjörðum í viðunandi lag. Síðan má bæta hag allra hinna sem búa við fátækt.
Vonandi eru ástarkossar Geirs og Ingibjargar tákn um kærleika sem koma mun öllum Íslendingum til góða. Ekki bara fáum. Það er nefnilega eitt af því sem þarf að breyta.
Höfum íbúa Flateyrar með í bænum okkar, já, og ríkisstjórnina.
Ég hef heyrt þennan áður. Sigurður í Kaupþingi sagði einhversstaðar að íslenska veltan væri aðeins 3 prósent. Hann sagði ekki af hvaða upphæð. Ekki voga ég mér langt út á þann hála ís sem umræðan um hagkerfið er. Til þess er ég of fávís. Hef þó þá skoðun á orðum Púkans, sem þú vísar til, að hér eigi fjármálafyrirtækin allt sem einhvers virði er, nú þegar.
Þar fyrir utan er ég skeptískur þegar fólk talar um fjármál og stjórnmál eins og trúmál.
Íslensk viðskipti bankanna eru lítill hluti af þeirra veltu. Nánast eins og sjoppurekstur.
hér er ágætis pistill um hágengið ..
http://frisk.blog.is/blog/pukablogg/entry/220695/
Þegar horft er á afkomutölur bankanna sem setja hagnaðarmet á hverju einasta ári, þá virðist fáfróðum að eitthvað meira komi til en háir stýrivextir eingöngu.
Það er rétt, kvótakerfið átti stóran þátt og marga þætti í vandræðum Vestfirðinga. þessvegna skrifaði ég „m.a.“ :]
Seðlabankinn hækkar vextina til að sporna við þenslunni og fyrirtækin blæða
Ég hefði haldið að kvótakerfið ætti hér stærri sök.
Það kom til löngu áður en Kárahnjúkavirkjun.
Sú var tíðin að öllu skyldi bjargað með gengisfellingum.
Það voru ekki góðir tímar.
En auðvitað spilar þetta saman, sem og hagnaðarkröfur bankanna. Eða hvað?
viðvarandi taprekstur fyrirtækisins er m.a. vegna þess hvað vaxtakostnaður er hár og vegna þess hvað gengi krónunnar er hátt
hvorutveggja er afleiðing af þenslunni sem er afleiðing af Kárahnjúkavirkjun og skorti að mótvægisaðgerðum af hálfu ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstyrktar stórverksmiðju „lausnir“ eru ekki svarið. Það er enn verið að reyna að leysa vandamálin með sömu meðulum og Kastro reynir á Kúbu.