Skógafólkið tjáir sig

Í mars oft við mænum til fjalla,
og metum hvort snjórinn
sé meiri´ eða minni´ enn í fyrra

í apríl við áköf til sólar
augunum beinum með von um
hún fannir í fellunum bræði

í maí loks við göngum um grundir
og gáum hvort frost sé úr jörðu
og finnum að lífið þar lifnar

við hugum að plöntum í hnausum og bökkum,
horfum á móann og áætlum svæðin
með birki og ösp í huga, og hlökkum
í hjarta til sumars er ársgömul klæðin
lifna að nýju og lítum með þökkum
og lotning til himins sem annast um gæðin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.