Einu sinni, fyrir allmörgum árum, bað Árni Arinbjarnarson, sem þá stjórnaði Fíladelfíukórnum í Reykjavík, mig um að þýða textann við norska sálminn, Nu tändas tusin juleljus. Ósk hans gladdi mig og varð ég fúslega við henni. Var sálmurinn sunginn á jólum í Fíladelfíukirkjunni á þeim árum sem Árni stjórnaði kórnum. Nú birti ég textann hér um leið og ég óska öllum gestum heimasíðu minnar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þakklæti fyrir ánægjulegar heimsóknir.
Þúsund jólaljós
Nú þúsund jóla loga ljós
og lýsa mönnum skær.
Þau Drottni flytja dýrðarhrós
og dapra gleði nær.
Og vítt um heim og byggt hvert ból
er bjart og hlýtt í kvöld.
Í fjárhúsjötu friðarsól
er fædd og sest við völd.
Hjá Betlehem þín stjarna stóð
og steig þín elska hæst.
Þar veitti döprum vonarglóð,
þín viska dýrðar glæst.
Ó, faðir, send þú fátækum
þitt friðarljósa skin.
Og sætan gef þú syrgjendum
þinn son að einkavin.
Emmy Köhler – Óli Ágústar
Takk fyrir góð orð.
Ég er ekki með þjóðernið á hreinu lengur.
Kannski gæti Árni Arinbjarnarson sent okkur athugasemd
um málið. Það þætti mér vænt um.
Ég vil síður véfengja þig, en er sálmurinn ekki sænskur fremur en norskur?
Engu að síður er þetta fagurlega gert, og mér finnst ekkert hafa tapast við þýðinguna. Gleðilega hátíð!