Ári síðar

Í gær, 21. desember, var eitt ár liðið frá því að séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík, lést. Andlát hans bar óvænt að, hann veiktist skyndilega um morgun þess dags og lést í sjúkrabíl á leið til Reykjavíkur.

Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju stóð fyrir lítilli minningarstund um séra Ólaf í gær, á dánardægri hans. Þar mættu synir Ólafs og aðrir nákomnir honum og áttu kyrrláta samveru í kirkjunni. Séra Sigfús las bænir sem höfðu verið Ólafi kærar og minntist hann hans með nokkrum orðum. Kveiktu viðstaddir síðan á kertum sem tákn um bæn til Guðs og fóru saman með bænina Faðir vor.

Að lokinni samveru í kirkjunni var boðið í sal þar sem veitingar voru bornar fram. Var þar og sýnt á tjaldi viðtal við séra Ólaf um kirkjustarfið, viðtal sem tekið hafði verið skömmu fyrir andlát hans. Innileikar voru með öllum viðstöddum og þakklæti í huga fyrir vinsemd og virðingu honum auðsýnd.

Pistil frá því í fyrra má sjá hér og minningargrein hér

Eitt andsvar við „Ári síðar“

  1. Mikið var þetta fallegt, takk fyir Óli.
    Setti myndirnar inn á mína tölvu, þetta er sárabót fyir að komast ekki til Keflavíkur í gær.
    Kærar kveðjur til ykkar Ástu,
    Bryndís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.