Fyrst hringir í langan, langan tíma. Svo svarar vélrödd: Ýttu á einn ef þú vilt þetta, ýttu á tvo ef hitt, ýttu á þrjá fyrir einn möguleika enn og fjóra fyrir en annað. Bíddu annars…Því miður eru allir fulltrúar uppteknir. Símtölum verður svarað í röð. Svo liðu tíu mínútur og engin svaraði. Þá byrjaði brjóstsviðinn. Því miður eru allir þjónustufulltrúar uppteknir…. Því miður eru allir fulltrúar uppteknir.
Að hugsa skýrt
„Það verður kannski seint sannað að skýr hugsun leiði til betra lífs en ég hef lengi haft þá trú að nauðsynlegt sé að heimspekingar fari út í samfélagið og tali við fólk, líkt og ég hef gert í starfi mínu meðal fanga, um gildi lífsins og yfirleitt allar þær hugmyndir sem heimspekingar fást við að reyna að skilja.” „… Það eru dæmi þess á meðal þeirra fanga sem ég hef kennt að þeir hafi breytt lífssýn sinni…”
Mundu steinarnir tala?
Í rauninni ætti ég að reisa Guði altari á dögum eins og þessum. Og kannski má hugsa sér að pistillinn sé það altari. Þau voru ekki öll úr harðviði altörin í gegnum tíðina, þessi sem menn hlóðu úr nærtæku efni, hvar sem þeir voru staddir, til þess að úthella hjarta sínu og lofa Drottinn eða rífa klæði sín og barma sér og harma. Mér fer líkt og Davíð ben Ísaí sem orti: „Hver er sem Drottinn Guð vor?” (Sálmur 113)
Krappur
Oft heyrist af einstaklingum sem tefldu á tæpasta vað og misstu fótanna. Það er ekki gott að missa fótanna. Þá skolar mönnum undan boðaföllum, iðum og straumköstum og þeir ráða engu um hvar eða hvort þeir ná einhverju taki til að stöðva sig. Þeir sem ekki ná taki tapa lífinu. Aðrir bjargast, mismunandi lemstraðir. Á það við bæði um sál og líkama. Á flestum sviðum mannlífsins heyrist af fólki sem missti fótanna.
Allt sem ég get
Til er fyndin frásaga um konu sem sá spörfugl liggjandi á bakinu og hélt hann fótunum upp í loft. Konan spurði litla fuglinn: „Hversvegna liggur þú svona?”
Æ síðan
Það var árið 1951. Í maí. Stúlka sem vann í bakaríi Pöntunarfélagsins við Smyrilsveg, lagði til við mig sumarráðningu á sveitabæ í Borgarfirði. Við höfðum komið oft í bakaríið, gæjarnir, yfir veturinn. Það var lítið um atvinnu fyrir stráka á þessum árum og eitt og annað sem við stunduðum til að eyða tímanum. Vorum ekki í skóla. Því miður.
Úr djúpinu
Þrír trúboðar ræddu um það hvaða líkamsstelling reyndist þeim best þegar beðið væri til Guðs. Sá fyrsti sagði: „Ég hef nú eiginlega prófað þær allar og finnst alltaf best að krjúpa á kné.” Sá næsti sagði: „Það getur alveg verið rétt, en flestir andlegir leiðtogar austurlanda mæla með því að fólk sitji með krosslagða fætur á gólfinu.” Þá sagði sá þriðji:
Strákar og stígvél
Það rifjast gjarnan upp löngu gleymdar minningar frá æskudögum þegar menn sem voru áberandi í æsku manns falla frá. Upp í hugann koma ýmis atvik frá fyrri dögum. Minnist, við fráfall Hauks Clausen, þeirra daga þegar þeir bræðurnir hann og Örn æfðu frjálsar íþróttir í mýrinni skammt frá æskuheimili mínu á svæði sem kallað var Vatnsmýrin á þeim dögum.
Morguninn eftir
Við fórum snemma á fætur morguninn eftir kosningadaginn, eins og vant er, við Ásta. Þeim gekk illa að ljúka talningu í sumum kjördæmum og Ingibjörg Sólrún féll ekki út fyrr en við vorum komin út í bíl. Við vorum á leið í göngu eftir morgunkaffið. Það kom mér ekki á óvart að Ingibjörg féll út. Fylkingin hennar hefði átt að segja okkur verkafólkinu hvað það væri sem þau gætu gert betur en ríkjandi stjórn.
Stormurinn og sólin
Sólin og vindurinn deildu um það hvort þeirra væri sterkara. Þau ákváðu að skera úr um það við fyrsta tækifæri. Þegar maður nokkur, klæddur jakka, gekk niður eftir sveitarvegi sammæltust sólin og vindurinn um að keppa um það hvort þeirra yrði fyrra til að fá manninn til að klæða sig úr jakkanum. Vindurinn byrjaði.