Æ síðan

Það var árið 1951. Í maí. Stúlka sem vann í bakaríi Pöntunarfélagsins við Smyrilsveg, lagði til við mig sumarráðningu á sveitabæ í Borgarfirði. Við höfðum komið oft í bakaríið, gæjarnir, yfir veturinn. Það var lítið um atvinnu fyrir stráka á þessum árum og eitt og annað sem við stunduðum til að eyða tímanum. Vorum ekki í skóla. Því miður.

Lesa áfram„Æ síðan“