Við fórum snemma á fætur morguninn eftir kosningadaginn, eins og vant er, við Ásta. Þeim gekk illa að ljúka talningu í sumum kjördæmum og Ingibjörg Sólrún féll ekki út fyrr en við vorum komin út í bíl. Við vorum á leið í göngu eftir morgunkaffið. Það kom mér ekki á óvart að Ingibjörg féll út. Fylkingin hennar hefði átt að segja okkur verkafólkinu hvað það væri sem þau gætu gert betur en ríkjandi stjórn.