Þrír trúboðar ræddu um það hvaða líkamsstelling reyndist þeim best þegar beðið væri til Guðs. Sá fyrsti sagði: „Ég hef nú eiginlega prófað þær allar og finnst alltaf best að krjúpa á kné.” Sá næsti sagði: „Það getur alveg verið rétt, en flestir andlegir leiðtogar austurlanda mæla með því að fólk sitji með krosslagða fætur á gólfinu.” Þá sagði sá þriðji:
„Ég bið best með lokuð augun.” Rafvirki sem var við vinnu skammt frá heyrði til guðsmannanna þriggja og sagði: „Hvað sem öllu þessu líður, ágætu menn, þá bað ég minnar bestu bænar sem ég hef nokkru sinni beðið þegar ég hékk á einum fæti uppi í símastaur í ofsaveðri með þrumum og eldingum.”
Í hvaða stellingu biður þú? Ritningin segir um Jesúm að hann hafi „…fallið fram á ásjónu sína og beðið.” Af hverju skyldi hann hafa gert það? Til þess að tjá auðmýkt sína og lítilæti gagnvart hinum mikla föður sem hann ákallaði? Og eða til þess að tjá algeran vanmátt sinn gagnvart þeim miklu átökum sem hann glímdi við. Lærum af honum. honum.
Vitur maður hefur sagt: „…og þegar þú biður, láttu þá ekki bæn þína vera hversdagslega, heldur innilega sárbeiðni frammi fyrir Guði.” Sjá Davíðssálm 131.