Allt sem ég get

Til er fyndin frásaga um konu sem sá spörfugl liggjandi á bakinu og hélt hann fótunum upp í loft. Konan spurði litla fuglinn: „Hversvegna liggur þú svona?”

Fuglinn svaraði: „Okkur er sagt að skýin falli til jarðar í dag.” Konan hló góðlátlega og sagði við fuglinn: „Heldur þú að tannstöngulsmjóir fætur þínir geti haldið skýjunum uppi?” „Nei,” svaraði litli fuglinn, „en ég verð að gera allt sem ég get.”

Einu mistökin sem eru verulega átakanleg felast ekki í því að reyna og mistakast, heldur í að mistakast að reyna. (Anonymous).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.