Gömul saga og ný

Forn frásaga greinir frá dreng nokkrum og afa hans sem teymdu asna niður eftir aðalgötu þorpsins. Ýmsir hlógu að þeim fyrir að vera svo heimskir að sitja ekki á asnanum. Svo að afinn ákvað að fara á bak og reið asnanum þangað til að einhver gagnrýndi hann fyrir að láta drenginn ganga. Þá setti afinn drenginn upp á asnann þangað til einhver…

… gagnrýndi drenginn fyrir að bera ekki virðingu fyrir ellinni. Þá fóru þeir báðir upp á asnann og riðu honum þangað til einhver gagnrýndi þá fyrir að níðast á skepnunni. Kjarni frásögunnar er nokkuð skýr. Jesús Kristur mætti svipuðum vandamálum hjá svipuðu fólki á hérvistartímum hans. Og 2000 ár hafa engu breytt. neikvætt fólk er á hverju strái.
„Þangað komu farísear og tóku að þrátta við hann, þeir vildu leiða hann í gildru.” Mk.8

Svartsýnismaðurinn kvartar yfir vindinum. Bjartsýnismaðurinn vonar að hann lægi.
Raunsæismaðurinn hagræðir seglunum.
(William Arthur Ward)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.