Stuttmyndin The Stone Carvers vann Oscarsverðlaun árið 1984 sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um lítinn hóp listamanna sem hafði eytt fjölda ára við að höggva í stein skrautmyndir fyrir dómkirkjuna í Washington. Sagnfræðingar segja að myndhöggvarar sem skreyttu dómkirkjur á miðöldum hafi aldrei merkt sér listaverk sín, heldur kosið að starfa nafnlaust og eingöngu þegið heiður frá Guði.