Þýðingarmiklir dagar fara í hönd. Það er að segja, fyrir þá sem taka trúna á Krist alvarlega. Vikan fyrir páska. Gjarnan nefnd hljóðavika eða dymbilvika. Sem þýðir að þau sem helga huga sinn fyllast kyrrlátri lotningu. Það er með ógn í hjarta sem maður les um þessa daga í ritningunum. Fylgist með því hvernig þessi undraverði Kristur heldur ótrauður í átt til krossins sem hann vissi, allt frá því að hann glímdi í eyðimörkinni, að var hlutskipti hans.