Mætt að nýju við horngluggann, árla, með sjóðheitt kaffi, lét ég í ljós innilega gleði yfir endurkomu Ástu og nærveru. Í miðjum bolla númer tvö tók hún að segja frá ferðinni á ráðstefnuna sem haldin var á Skagen á nyrsta odda Danmerkur. Þar komu saman um 170 starfsmenn félagsmálastofnana norðurlandanna til að hlusta á sérfræðinga og fræðast um störf kolleganna.