„It is sundaymorning and it is rain.” Þannig kynnti þulurinn fyrsta atriði sunnudagsins á New Port News hátíðinni fyrir um fjörutíu árum síðan. Mikill mannfjöldi var þarna samankominn til að hlusta. Mahalia Jackson gekk fram á sviðið, ábúðarmikil og full af orku, og söng lagið Rain. Á eftir fylgdi röð trúarlaga sem einmitt voru hennar einkenni og blessuðu hjörtu miljóna hlustenda um víða veröld, árum saman.