Í blaðaviðtali skömmu fyrir Oscars-verðlaunaúthlutun árið 1986, spurði blaðamaðurinn Barbara Walters bandarísku forsetahjónin, Ronald og Nancy Reagan, hvernig þau hefðu farið að því að halda lífi í ást sinni í þrjátíu og fimm ár. Á meðan þau veltu fyrir sér spurningunni vildi blaðamaðurinn auðvelda þeim að svara og bætti við annarri spurningu: „Var það kannski af því að þið voruð bæði fús til að gefa og þiggja á helmingaskiptum, 50-50?”