Ingibjörg Sólrún

Það er svo undarlegt hvað stórar setningar í fjölmiðlum geta verið litlar í eðli sínu og oft óskiljanlegar. Aftur og aftur reyndi ég að skilja hvað Ingibjörg Sólrún var að segja með upphöfnum áherslum á fundi samfylkingarfólks í gær og Sjónvarpið sýndi frá. Í ræðunni segir:

„Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að kjósendur þora ekki að treysta þingflokknum – ekki ennþá, ekki hingað til. Of margt fólk sem vill og ætti að kjósa okkur – allur meginþorri Íslendinga sem hafa sömu lífssýn, áhyggjur og verkefni og við – hefur ekki treyst þingflokknum fyrir landsstjórninni. Þetta fólk hefur ekki treyst okkur til þess að gæta hagsmuna þeirra, tryggja stöðugleika, fara með skattpeninga af ábyrgð, gæta þess að atvinnulíf okkar sé samkeppnishæft og vernda hagsmuni Íslands utan landssteinanna.

Fólkið langar en hefur ekki þorað – hingað til. Nú verður á þessu breyting.“

Ég þykist skilja og er sammála Ingibjörgu um að fólk treystir ekki þingflokknum. En ég get ekki skilið hvað það er sem breytist núna. Get ekki skilið hvað það er sem líklegt er til að breyta viðhorfi kjósenda núna. Ekki hefur orðræða foringjanna breyst en það er einmitt í henni sem kjósendur hlusta eftir trúverðugu innihaldi. Spyr því eins og óvirkir kratar spyrja:
Í hverju felst breytingin?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.