Glæsileg Glíma

Út er kominn 5. árgangur tímaritsins Glímunnar. Glíman er óháð tímarit um guðfræði og samfélag. Efni þessa heftis er, eins og segir í ritstjórnarpistli: Fimmti árgangur Glímunnar 2008 einkennist einkum af umfjöllun um hina nýju íslensku biblíuþýðingu (Heilaga ritningu! Innskot pistilshöfundar) sem kom út í fyrra.

Stóð Glíman meðal annars fyrir málþingi í Skálholti í samvinnu við Reykjavíkur Akademíuna og Skálholtsskóla á Degi íslenskrar tungu, 16. – 17. nóvember 2007. Efni þessa 5. heftis byggir að mestu á fyrirlestrum þeirra fræðimanna sem málþingið sóttu, en að auki eru þrjár greinar í efnisflokknum fræði.

Glíman 1-5
Glíman 1-5

Glíman er gefin út af Grettisakademíunni. Ritstjórn skipa: Egill Arnarson, Gunnbjörg Óladóttir, Kristinn Ólason, Sigurjón Árni Eyjólfsson og Stefán Karlsson. Prófarkalestur var í höndum Hjartar Pálssonar og Brynjólfs Ólasonar, en sá síðastnefndi annaðist hönnun og umbrot. Heftið er 311 blaðsíður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.