Glæsileg Glíma

Út er kominn 5. árgangur tímaritsins Glímunnar. Glíman er óháð tímarit um guðfræði og samfélag. Efni þessa heftis er, eins og segir í ritstjórnarpistli: Fimmti árgangur Glímunnar 2008 einkennist einkum af umfjöllun um hina nýju íslensku biblíuþýðingu (Heilaga ritningu! Innskot pistilshöfundar) sem kom út í fyrra.

Stóð Glíman meðal annars fyrir málþingi í Skálholti í samvinnu við Reykjavíkur Akademíuna og Skálholtsskóla á Degi íslenskrar tungu, 16. – 17. nóvember 2007. Efni þessa 5. heftis byggir að mestu á fyrirlestrum þeirra fræðimanna sem málþingið sóttu, en að auki eru þrjár greinar í efnisflokknum fræði.

Glíman 1-5
Glíman 1-5

Glíman er gefin út af Grettisakademíunni. Ritstjórn skipa: Egill Arnarson, Gunnbjörg Óladóttir, Kristinn Ólason, Sigurjón Árni Eyjólfsson og Stefán Karlsson. Prófarkalestur var í höndum Hjartar Pálssonar og Brynjólfs Ólasonar, en sá síðastnefndi annaðist hönnun og umbrot. Heftið er 311 blaðsíður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.