Hvítabjörn er ekki gæludýr

Það er mikið lán að takast skyldi að fella hvítabjörninn áður en hann skaðaði menn og eða skepnur. Engin veit hvað langt er síðan hann gekk á land né heldur hvar og þaðan af siður hvaða slóðir hann hefur eigrað um. Svangur hvítabjörn er ekki líklegur til vinahóta.

Það viðhorf að hægt hefði verið að ná birninum og koma honum til sinna heimkynna virðist ekki raunhæf hugsun. Engum hefir hingað til dottið í hug að stofna vinnuhóp sem sérhæfir sig í slíkum aðgerðum með þeim tækjum og tólum sem til þarf. En auðvelt er að hrópa þegar dýrið er dautt. Það var lán hve vel tókst til í þetta sinn.

Eitt andsvar við „Hvítabjörn er ekki gæludýr“

  1. Dýrið var nú kannski ekki eins blóðþyrst og fólkið sem kom til að góna…:-)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.