Að detta íða

„Stenst allt nema freistingar“, sagði Wilde. Þannig fer fleirum. Ég hef verið „áðí“ um skeið. Ætlaði að hætta um helgina, en það er alltaf sama sagan, þegar maður ætlar að taka sig á þá eykst nautnin. Þið þekkið þetta.

Í gær rétti ég mig af með því að kaupa bók á Amazon.com. Bókin var ódýr. „Shipping & Handling“ kostaði 50% meira en bókin. Það er súrt í broti. En ég hlakka til að fá bókina.

Svo kom þessi þúsund króna ávísun frá Félagi bókaútgefenda með 24 stundum í morgun. Úff. Þetta minnir mig á hundruð frásagna gamalla alka sem höfðu þá reynslu í gegnum lífið, að alltaf þegar þeir tóku sig og á reyndu að hætta, í alvöru, þá birtust allskyns týndir vinir og buðu í glas. Það er nú meira óréttlætið.

Ætli ég svipist ekki um í Eymundson á eftir. Já, og taki ávísunina með.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.