Hefur þú komið í Þverárrétt í Þverárhlíð í Mýrasýslu? Ég stefni þangað á morgun, mánudag. Mæti um níuleytið. Fer einn.
Fánar yfir réttarhliðinu. Annar er í hálfa stöng til að minnast fallins réttarstjóra. Það var fyrir ári.
Ennþá er fleira fé en fólk. Breytingar eru þó miklar.
Skorið úr um fjármark. Hendur Ása á Högnastöðum þreifa eyrun. Myndin er tekin 2005. Ásmundur féll frá í fyrra.
Ólafur á Grjóti. Hann verður ekki með oftar. Hann er farinn til feðra sinna.
Þessar tvær hafa komið áður og fært eigendum sínum arð af fjalli.
Á túnflöt austan við bæ einn, skammt frá lækjar sytru, eru þrír hrútar í girðingu. Þeir hafa verið þar í allt sumar. Yfir þeim hvílir stóisk ró. Þeir ræða málið:
Bekri 1: Stór dagur á morgun.
Bekri 2: Hvað er á morgun?
Bekri 1: Stelpurnar koma af fjalli.
Bekri 3: Koma þær á morgun? Ég get ekki legið kyrr.
————————————————————
Það væri gaman að sjá þig í réttunum. Í alvöru.