„Það er fólk að ríða hérna fyrir utan gluggann minn.“ „Fólk að ríða?“ „Já. Svei mér þá.“ „Og hvernig má það vera?“ „Vera? Það bara er.“ „Er það bara??“ „Já. Sex manns.“ „Sex manns að ríða?“ „Já. Og allir með tvo til reiðar.“
Annars er ég að lesa Brecht, Kvæði og söngva. Hann yrkir eftirfarandi í kaflanum, Ort í útlegð:
HOLLYWOOD
Morgun hvern til að vinna fyrir mínu brauði
geng ég á markaðinn þar sem lygar eru keyptar.
Vongóður
skipa ég mér meðal seljendanna.