Mér hefur fundist af fréttum að með múslímum ríki meira óheft mannhatur en í okkar heimshluta. Lýsi vanþóknun minni á aftöku Saddams Husseins og viðhorfum landa hans til lífs annarra manna.
Á sama hátt lýsi ég vanþóknun minni á viðhorfi Georgs W. Bush, forseta Bandaríkjamanna, sem aldrei hefur þyrmt lífi dauðadæmds manns, en sýnir veröld allri trúarlega stærð sína þegar hann náðar kalkún á haustdögum hvers árs.
Hjartanlega sammála.
Hefði ekki verið nær að geyma manngarminn á bakvið lás og slá? Í stað þess að lífláta hann og skapa þannig enn eina ástæðuna til frekari hefndaraðgerða. Í sporum Saddams hefði ég líklega álitið dauðadóminn lausn og gjöf til stuðningsmanna minna, fremur en refsingu.
Ég minnist engra lýsingarorða nógu góðra né áhrifamikilla til að lýsa skoðunum mínum á Bush bandaríkjaforseta.