Þrítugasti mars

Pabbi hefði orðið níutíu og níu ára í dag hefði hann lifað. En fólk lifir ekki svo mörg ár að jafnaði. Pabbi dó samt allt of ungur. Aðeins fimmtíu og fjögurra ára. En eigi má sköpunum renna, segir á bók. Eða, ekki verður hjá örlögunum komist. Svona hugsanir líta stundum við hjá manni. Gjarnan á dögum sem voru / eru einskonar merkisteinar í ævi manns. Svo sem fæðingardagar foreldra.

Lesa áfram„Þrítugasti mars“