Sagan segir frá nokkrum piltum sem í galsa stundarinnar leituðu eftir ævintýrum og gengu niður á bryggju. Sjórinn hafði brotið skarð í bryggjuna, „…það var allbreitt skarð, framarlega. Það var norðangola og úfinn sjór. Sá, sem á undan fór, var glanni, hann hljóp til og stökk yfir skarðið. Hann fann, að það mátti ekki tæpara standa, að hann gæti fótað sig hinumegin, það var svo langt hlaup og hált á borðunum.“