Margt býr í þoku dagsins

Það fer ekki hjá því að mönnum, fólki, finnist komið vor í loftið. Hún er svo undraverð mildin í veðrinu. Í góulok. Og næstum er eins og vonin um betri tíð og blóm í haga heyri ímynduð hljóð mófugla seigja bí og langdregið dirrindí, þegar horft er út í þokuna sem liggur yfir. Þetta kom upp í hugann í morgun við Horngluggann sem og tvær línur úr bókinni Syndirnar sjö:
– Uuno, ertu hrifinn af smáfulgum?
– Það fer eftir sósunni.

Lesa áfram„Margt býr í þoku dagsins“