Við annan mann

Hann gekk í veg fyrir mig um liðna helgi. Var fremur þungbúinn á svip. Það fékk mig til að hika við. Sjaldnast vissi ég hverju ég mátti eiga von á þegar hann birtist svona skyndilega og tók að horfa á mig. Þungbrýnn. Eins og hann ætti við mig erindi. Ósjálfrátt fór ég að leita í huganum hvort ég hefði gert honum eitthvað. Eða skuldaði honum. Eða hefði ekki staðið við eitthvað sem ég hefði lofað.

Lesa áfram„Við annan mann“