Tapaðir pistlar endurheimtir

Eftir að hafa farið í gegnum þær hremmingar að um fjörutíu pistlar töpuðust af heimasíðunni snemma í mánuðinum, og fyrirtækið sem hýsir hana lýst því yfir að ekki væru möguleikar á að endurheimta þá, var nú sálartetrið heldur dapurt um nokkurt skeið. Við athugun reyndust flestir pistlarnir þó vera til í einkatölvunni, þar sem pistlahöfundur gerir jafnan uppkast að þeim í word forriti.

Er nú svo komið að 90 % pistlanna sem töpuðust eru komnir á heimasíðuna að nýju. Spurning er enn um fáeina frá því í júlí. Það er nokkurt gleðiefni að geta sagt frá þessu og talsverður sigur fyrir fátækan í anda að koma þessu í lag. Það eina sem ekki tekst að endurheimta eru athugasemdir sem skrifaðar hafa verið við pistlana og svo breytingar sem gerðar hafa verið eftir að pistlarnir voru birtir. Við það verður ekki ráðið. En nú slökum við á og reynum að halda okkar striki. „Við hver?“ „Nú, ég og tölvan að sjálfsögðu.“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.