Brauðlaus heim

Eitt sinn gerðist það, ég hafði lagt bílnum mínum fyrir utan Mosfellsbakarí á Háaleitisbraut, að maður nokkur fylgdi mér inn í bakarí og benti mér á að það væri farin pera í stöðuljósi að aftan. Ég þakkaði manninum innilega fyrir. Eftir að hafa keypt ósneitt sólkjarnabrauð ók ég á verkstæði og fékk peru. Vil ekki vera hirðulaus um ljósin á bílnum. Hugsaði hlýlega til mannsins sem benti mér á.

Lesa áfram„Brauðlaus heim“