Orðin eru hækjur mínar

Hafði hugsað mér að skrifa nokkur orð í tilefni af degi tungunnar. Móðurmálsins. Fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Aftur á móti ætlaði ég ekki að tala um Jónas. Né verk hans. Það eru svo margir sem gera það og miklu, miklu betur en ég. En það er annað skáld sem á þennan sama fæðingardag. Skáld sem sjaldan heyrist nefnt þrátt fyrir ljóð sín og ljóðabækur. Kannski af því að skáldið er kona. Heiti pistilsins er nafn á einu ljóða hennar.

Lesa áfram„Orðin eru hækjur mínar“

Hrellingar heimasíðu

Í morgun árla reyndi ég að opna heimasíðuna mína. Það tókst ekki. Reyndi aftur og aftur um nokkra hríð og ekkert gekk. Loks, nær hádegi tókst það. Mér til mikillar hrellingar kom í ljós að á milli fjörutíu og fimmtíu pistlar voru horfnir af síðunni. Allir sem birtir hafa verið eftir 17. júlí s.l. Það er ekki þægileg tilfinning að uppgötva slíkt. Og löng röð af spurningum vaknar. Loks hringdi ég í Brynjólf Ólason, sem verið hefur minn bjargvættur í tölvumálum, og bað hann að hefja rannsókn á fyrirbærinu. Tók hann málið í sínar hendur. Vonandi finnst orsökin svo hægt verði að endurheimta pistlana.