Ríkisútvarp – sjónvarp – Kastljós

Augljóst er að umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins um utangarðsfólk hefur skilað góðum árangri. Var fjallað um mál þess bæði af sanngirni og samúð og ekki fallið í þá gryfju að hreykja sér af umfjölluninni. Á þáttargerðarfólk Kastljóssins hrós skilið fyrir umfjöllun þessa sem og um málefni aldraðra. Það kom enn og aftur í ljós í þessum þáttum, að stjórnmálamenn sem tekið hafa að sér að annast um málefni þessara veikbyggðu einstaklinga sem utangarðs eru, standa sig einfaldlega ekki nógu vel.

Lesa áfram„Ríkisútvarp – sjónvarp – Kastljós“