Rogastans

Merkilegt orð rogastans. Mig rak í eitt slíkt fyrr í dag. Er ekki enn búinn að ná mér að fullu eftir höggið. Þetta hendir mig gjarnan þegar ég álpast til að sökkva mér í fræðibækur sem ekki eru hannaðar fyrir venjulegt fólk. Fræðimenn virðast fæstir hafa hæfileika til að búa efni sitt í aðgengilegt form fyrir slíka. Eða þá að þeir miða efnistökin við aðra fræðimenn einvörðungu.

Lesa áfram„Rogastans“