Í stofu

Í stofu

Hannes Pétursson yrkir:

Við þennan lampa lastu einatt fyrr
í löngum kvæðabókum. Næturregn
við opinn glugga féll á fölvan garð.
Þú fylgdist ekki burt með vinum þínum
en spurðir:
Hvað er betra en bíða kyrr
hjá bókum sínum, myndum, hlýjum arni
unz kemur hann, sá eini er engan spyr
hvað augun sáu, höndin snart, en fer
með okkur gegnum hússins læstu hurðir
heim með sér…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.