Blóðakurinn

Við vorum í sveitinni í gær. Það var fremur kuldalegt. Hafði snjóað um nóttina og því hvít þekja yfir landinu þegar við komum á fætur. En það var heiðskírt og logn og sólin, alltaf jafn vinsamleg, gerði gott úr öllu. Þá var kyrrðin í sveitinni alger og fátt sem hreyfðist utan gufumökkur sem steig upp af hverum í nágrenninu. Þar til lítil einkaflugvél rauf kyrrðina. Cessna Skyhawk.

Lesa áfram„Blóðakurinn“

Með ullarlykt í nefinu

Við fórum í réttir í fyrradag, feðginin. Þverárrétt í Mýrarsýslu. Ég tók upp þennan sið fyrir fáum árum að fara í réttir og hugsa til baka. Fjörutíu til fimmtíu ár til baka. Það er sagt að gamlir karlar lendi í þessu. Á þeim tíma voru réttir öðruvísi. Þá var fleira fé og kannski færra fólk. Ekki gott að segja um fólkið. Ég spurði markasnillinginn, Ása á Högnastöðum, hvað féð hefði verið flest á hans dögum í réttinni. „Tuttugu og sex þúsund,“ sagði hann. „En núna?“ „Kannski sextán þúsund.“

Lesa áfram„Með ullarlykt í nefinu“

Að hátíðarlokum

Nú er skáldsagnahátíðinni að ljúka. Ég fylgdist með álengdar. Blanda af hrifningu og tortryggni kemur í hugann þegar stórum messum er komið á fót og fjölmiðlar fylltir af fregnum af þeim. Tortryggnin tengist grun um að á bak við tjöldin leynist fyrirtæki sem hafa fjárhagslegan hagnað einan að markmiði. Það hlýtur því að hafa áhrif á val á höfundum og bókum. Og virðingin fyrir herlegheitunum á það til að skreppa saman líkt félaginn þegar vaðið er út í ískalt vatn.

Lesa áfram„Að hátíðarlokum“

Er latína hlutlaus

Við fórum í messu í morgun, Taizé messu í Árbæjarkirkju og sungum með. Gunnbjörg leiddi sönginn ásamt kór og orgeli. Það er gott að syngja Taizé kóra. Adoramus te Domine, Kyrie eleison, Maranatha! Alleluja! Salvador mundi, Sanctus og lengi má telja. Presturinn hélt smá kynningartölu um Taizé fyrrbærið og vaxandi vinsældir og útbreiðslu þess. Í kirkjusöngbókinni eru versin bæði á latínu og íslensku. Um það sagði presturinn m.a:

Lesa áfram„Er latína hlutlaus“

Í stofu

Í stofu

Hannes Pétursson yrkir:

Við þennan lampa lastu einatt fyrr
í löngum kvæðabókum. Næturregn
við opinn glugga féll á fölvan garð.
Þú fylgdist ekki burt með vinum þínum
en spurðir:
Hvað er betra en bíða kyrr
hjá bókum sínum, myndum, hlýjum arni
unz kemur hann, sá eini er engan spyr
hvað augun sáu, höndin snart, en fer
með okkur gegnum hússins læstu hurðir
heim með sér…

Hugleiðing á hátíð

Minnisstætt atvik frá fyrri árum vitjar mín. Mér var boðið í brúðkaupsveislu til ættmenna eiginkonu minnar, ásamt henni að sjálfsögðu. Að öllum jafnaði var ég feiminn í svona veislum. Kannaðist stundum við nokkra viðstaddra en þekkti eiginlega engan svo náið að ég gæti hallað mér að honum og komið af stað spjalli. Vissi og af fyrri reynslu að í svona veislum talaði fólk mest um sjálft sig og efni sem ég hafði hvorki vit né áhuga á. Þess vegna var ég einskonar hornreka þarna í félagslegu tilliti.

Lesa áfram„Hugleiðing á hátíð“

Minning

Tveir menn kveðjast að kvöldi. Annar er látinn morguninn eftir. Óvænt. Það er alltaf jafn kaldranalegt og erfitt, og snúið að laga atburðinn að þeirri heimsmynd með vinum og kunningjum sem maður hefur lifað með og í. Um árabil. Langt árabil. Og þótt manni takist að ræða það og iðka daglegt líferni, þá kemur alltaf mynd í hugann, skáhallt aftan frá eins og blossi sem segir: Hann er látinn. Dáinn. Alfarinn. Og tómleiki og söknuður breiða úr sér innan í manni.

Lesa áfram„Minning“

Katrín mikla

Hún hét Katrín, þessi ógnvekjandi óskapnaður sem flengdist yfir byggðir og ból við Mexíkóflóa og eirði fáu í heimi manna á allstóru svæði. Fólk stendur agndofa andspænis þessum ægilegu öflum náttúrunnar, öflum sem sýna hve menn, karlar, konur og börn og verk þeirra eru smá og varnarlaus, þegar kraftar jarðar magnast upp í æðsta veldi. Kraftar jarðar.

Lesa áfram„Katrín mikla“

Hvar sorglegast er að versla

Við lestur á niðurstöðu úr verðkönnun ASÍ í liðinni viku, þar sem matarkarfan var dýrust í Hagkaupum, kom upp í hugann atvik sem átti sér stað á fyrstu árum Hagkaupa og verslunin staðsett í fyrrverandi fjósi við Eskihlíð, skammt frá Miklatorgi. Frumkvöðullinn Pálmi, var þá sjálfur í búðinni og kom á móti okkur Ástu og bauð fram aðstoð sína.

Lesa áfram„Hvar sorglegast er að versla“