Gömbu tónleikar

Sjaldan hafa tvær klukkustundir í tónleikasal verið jafnfljótar að líða. Því var líkast að maður væri nýsestur þegar komið ver hlé. Og eins var með seinni hlutann. Óskaplega falleg tónlist, fáguð og fínleg. Leikin voru verk eftir höfunda sem voru uppi fyrir þrjú til fjögur hundruð árum. Gibbons, Locke, Purcell. Eftir hlé voru verk eftir meistara Bach. Þetta var í Salnum í Kópavogi.

Gömbukvartettinn, sem kallar sig Phantasm, samanstendur af þrem körlum og einni konu. Glæsilegu, fáguðu og fínu fólki. Hljóðfærin eru tvær diskantgömbur, tenórgamba og bassagamba. Einstaklega falleg hljóðfæri með aldeilis töfrandi tóna. Ég hef ekki þekkingu til að úttala mig, hvorki um hljóðfærin né tónlistina, en tónlistin er, í fáum orðum sagt, sérlega töfrandi, fögur og hrífandi. Vísa ég hér til pistils sem ég skrifaði í vetur um Alla heimsins morgna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.