Magga, Gugga, Agga, og Bagga

Ákvað að prófa nýja uppskrift. Fiskrétt. Það er ávallt nokkur lífsreynsla að glíma við slíkt. Fékk þessa flugu í höfuðið í gær. Byrjaði með því að lesa uppskriftina tvisvar. Skrifaði síðan hjá mér öll efni sem nota átti og komst að því að nokkur atriði voru ekki til í húsinu. Það þýddi að ég varð að þræla mér niður í Hagkaup í Smáralind. Hún er samt ein sú leiðinlegasta verslun sem ég kem í. Maður er þvingaður til að ganga hálfan kílómeter þótt mann vanti ekki nema eitt atriði í matardeildinni.

Lesa áfram„Magga, Gugga, Agga, og Bagga“

Geggjun

Viðtalið við Birgi Sigurðsson leikskáld í Lesbók Moggans um helgina er kraftmikið. Ekki var svo sem við öðru að búast úr því að maðurinn hefur verið á kafi í Nietzsche um árabil. Erlendis. Nánar tiltekið í Edinborg. Svo kom hann heim og um það segir hann: „Ég hef búið erlendis í tvö og hálft ár og er nýfluttur heim. Fyrst þegar ég kom heim leið mér eins og ég hafi verið sleginn utan undir. Samfélagið þjáist af græðgi, framasýki, frægðarfíkn og streitu. Þetta verkar á mann eins og geggjun.

Lesa áfram„Geggjun“