Halló, halló, kaupum Símann

Við sátum við eldhúsborðið um hálf sjö leytið í morgun, hjónin, sötruðum kaffi og lásum blöðin. Eitt af aðalefnum þeirra þessa dagana er Halló, halló, Agnes hér, Orri og Jafet og Síminn. Umræðuefnið er að nú skuli allur almenningur taka sig saman og kaupa Símann. Halló, halló. Kaupum Símann. Ásta stansaði óvenjulega lengi við eina greinina. Sagði svo: „Eigum við að kaupa í Símanum?“

Lesa áfram„Halló, halló, kaupum Símann“