Farísear allra tíma

Þeir voru harðir á því, farísearnir á tímum Krists, að gefa hvergi eftir um bókstaf Móselaga. Þeir eltu Jesúm á röndum öll starfsár hans og gerðu hverja atlöguna á fætur annarri til að gera hann sekan við lögmálið. Má og lesa í ritningunum að hjartans mál þeirra var ekki fyrst og fremst lögmálið, heldur það að koma höggi á manninn. Dæmi: „Þá gengu farísearnir burt og tóku saman ráð sín, hvernig þeir gætu flækt hann í orðum.“ (Mt. 22)

Lesa áfram„Farísear allra tíma“