Glæsilegur einstaklingur

Allt í einu kom hún fram í sviðsljósið. Gáfuð, menntuð og glæsilegur persónuleiki. Kristín Ingólfsdóttir. Aldrei hafði ég heyrt af henni fyrr en hún bauð sig fram til rektors við Háskóla Íslands. Þar keppti hún við hóp karla. Í seinni umferð, þegar tvö stóðu eftir, sá ég kastljósþátt með henni og keppinaut hennar. Yfirburðir hennar voru algerir. Hógværð og hyggni á móti yfirborðslegum framboðsfundatilburðum stjórnmálamanns. Við hjónin sögðum í vinahópi að hana myndum við kjósa hefðum við rétt til þess.

Lesa áfram„Glæsilegur einstaklingur“