Fossinn sem kitlar klappirnar

Fjórar myndir frá heimferð í helgarlok

Eins og fram kemur í síðasta pistli þá var liðin helgi mörgum öðrum helgum fremri, hvað varðar þau ótal atriði sem þarf til til að gleðja sál og anda í einföldum hjörtum. En heimferðin varð ekki síðri en dagarnir í Borgarfirði. Við ákváðum að breyta út af venju og aka Dragann og Hvalfjörð á þessum ljúfa haustdegi.

Við stönsuðum á stöku stað og sumstaðar varð ekki hjá því komist að taka myndir til minninga. Læt fjórar fylgja hér hafi einhver ánægju af. Smellið á myndirnar og sjáið stærri gerðina.

Spegill náttúrunnar

Við Svínavatn þar sem tilveran speglaði sig í glersléttum vatnsfletinum…

Við Svínavatn

…og hestar úti á tanga nældu sér í grös sem enn höfðu ekki sölnað…

Stemning og kyrrð

…eftir kaffi og kleinu í Ferstiklu varð ekki hjá því komist að stansa í nágrenni Bjarteyjarsands og anda að sér stemningunni…

Fossinn kitlar klappirnar

…og loks, innan við Þyril, nær Botni, kitlaði þessi laglegi litli foss klappirnar sem hann glettist við.

2 svör við “Fossinn sem kitlar klappirnar”

  1. Flott! Þetta var fallegur dagur. Og nú fer enginn Hvalfjörðinn svo að þar er útivistarparadís.

  2. Þær eru fallegar myndirnar hjá þér og flottir litir sem koma vel framm þar. Kær kveðja.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.