Breiðavíkurdrengir – af hverju ekki löngu fyrr?

Furðulegt að þetta var ekki gert fyrr en í morgun. Eftir allan þennan tíma. Alveg var ég handviss um að ríkisstjórn Geirs Haarde hefði beðið drengina fyrirgefningar strax þegar málið kom upp. Af hverju ætli það ekki hafa verið gert? Gæti mönnum hafa fundist þeir lúta of lágt með því?

Ég tek því ofan fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur eitt skiptið enn. Hef reyndar gert það um langt árabil. Það breytir engu um virðingu mína fyrir Jóhönnu þótt þeir sem eru pirraðir út í hana reyni að anda móðu á ímynd hennar með ýmsum ráðum og uppnefni hana og kalli Heilaga Jóhönnu. Hún þolir það og það gera þeir einnig sem treysta henni. Móðan fellur fremur á litlu kallana sem láta pirrast af frammistöðu hennar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.