Ég gerið það að tillögu minni að nafn Samfylkingarinnar verði lagt niður og Alþýðuflokksnafnið tekið upp í staðinn, á næsta landsfundi Samfylkingarinnar. Það væri vel við hæfi nú þegar kosinn verður nýr formaður. Einnig eru líkur á veðrabrigðum í landspólitíkinni og vel við hæfi að tefla fram stjórnmálaflokki sem einkennir sig með gömlu gildunum.
Alþýðufólki hefur fjölgað á síðustu mánuðum. Það er að segja, fólki sem aftur er orðið venjulegt almúgafólg eftir æðiskast fjármálasukksins undanfarin ár og afleiðingar þess. Þegar þúsundir manna, karla og kvenna, ganga um atvinnulaus og þúsundir missa hús og aðstöðu og jafnvel trú á lífið, þá er vel við hæfi að safna fólkinu saman undir merki stjórnmálaflokks sem hefði alþýðuna og jöfnuð númer eitt tvö og þrjú á stefnuskrá sinni. Ég geri þetta að tillögu minni hér með.
Samf. viðurkennir það ekki, en ber þó um 1/3 pólítískrar ábyrgðar á því hvernig komið er + tengsl og fyrirgreiðslu hjá „banksterunum“ (sbr. ummæli Dav. Odds.)
„Axlar ábyrgð“ með því að bjóða sama liðið aftur og hafna óröðuðum listum, en biðst á sama tíma afsökunar á 50 ára gömlum afbrotum ANNARRA – snjöll pólitík og virkar á suma.
„Gömlu gildin“ hennar eru að leggja niður ísl. landbúnað = EBE. Hefði komið sér vel núna í gjaldeyriskreppunni!?