Skrípaleikur á Alþingi

Það eru orð að sönnu sem Staksteinar dagsins segja um framkomu stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Það kemur í ljós að sjálfstæðismenn hafa, eftir alltof langan tíma í stjórn, verið farnir að trúa því að þeir ættu Alþingi. Þeir haga sér eins og ráðríkir strákar sem fara í fýlu þegar þeir mega ekki ráða öllu.

Svona hegðun tíðkaðist í sandkössum þegar pottormar deildu um vegi í bílaleik. Hæfir allsekki fólki sem býður sig fram til að stýra málum Þjóðarinnar. Það er orðið bert að þeir vita ekki best. Ekki er líklegt að þeir heilli kjósendur til liðs við sig með gagnslausu þófinu. Hreint alveg er ég undrandi á mönnunum sem ég svo lengi bar virðingu fyrir.

Þá er niðurstaða í kosningum til formanns í VR táknrænt fyrir tímana. Fyrrverandi formaður félagsins kolfallinn í kosningunum. Þar kemur í ljós að fólkið er orðið hundleitt á klíkuskapnum sem viðgengist hefur um langt árabi. Og kaus nýjungar. Ekki er ólíklegt að það gerist á fleiri vígstöðum á næstunni.

2 svör við “Skrípaleikur á Alþingi”

  1. Ætlaði Flokkurinn ekki í meðferð – eins og Framsókn?

  2. Það þarf líka að endurnýja forustu fleiri verkalýðsfélaga og stjórna lífeyrissjóða og svo á forsetinn að segja af sér, að mér finnst. Kveðja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.