Nýjan öflugan leiðtoga, nema Jóhanna slái til

Það er gott fyrir pólitíkina að Ingibjörg stígur til hliðar, hvort sem það eru veikindi hennar eða sterkur stjórnmálalegur mótbyr sem valda því. Vafalaust hafa báðir þættir nokkurt vægi þar um. En upp er komin ný staða hjá Samfylkingunni. Miðað við fyrri yfirlýsingar Jóns Baldvins þá mun hann draga framboð sitt til formanns til baka núna þegar Sólrún hverfur af vettvangi. En hvað tekur við?

Ekki eru allir jafnhrifnir af Degi B. Eggertssyni. Margir sem fylgst hafa með honum í borgarpólitíkinni hafa séð hann sem yfirlýsingaglaðan froðusnakk og bera ekki traust til hans.. Því væri spennandi ef Samfylkingunni tækist að tefla fram persónu sem vekti traust og tiltrú á jafnaðarmannastefnunni, persónu sem tækist að kalla til liðs við sig mikla breiðfylkingu krata, hægri- mið og vinstri, og legði sig fram um að framfylgja raunverulegri jafnaðarmannastefnu. Það hefur lengi vantað.

Nema Jóhanna Sigurðardóttir slái til. Það væri kraftmikil ákvörðun.

Eitt andsvar við „Nýjan öflugan leiðtoga, nema Jóhanna slái til“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.