Litla Gunna og Stóri Jón

Í Viðskiptablaði Moggans í morgun, nánar tiltekið neðst á öftustu síðu, er Útherjagrein, tveggja dálka og 9 sentímetra, sem ber yfirskriftina „Bilið milli fátækra og ríkra minnkar dag frá degi.“

Í greininni er vísað í Pressuna.is sem sagði frá því að Björgólfur Guðmundsson hefði flogið til útlanda með vél Iceland Express. Einnig er sagt frá því að útrásarvíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson hafi flogið heim frá London með vél Icelandair og aftur út á mánudag. Engar einkaþotur lengur. Að sögn samferðamanna hafði Jón ekki verið til í samræður við aðra farþega.

Ég fæ ekki séð að fyrirsögn greinarinnar standist alveg. Bilið milli fátækra og ríkra virðist ekki minnka, – getan hefur einfaldalega færst niður hjá báðum hópunum. Víkingarnir halda áfram að fljúga en Litla Gunna fer í biðröð hjá hjálparstofnunum til að biðja um mat handa börnunum sínum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.