Það er fleira að sjá en kreppu

Sólin hnígur til viðar í vestri. Hún hefur lokið dagsverki sínu einn fagran októberdag. Ákaflega góðu sumri er að ljúka. Góðu. Gleymum því ekki. Og horfum vongóð til næsta vors.

Netakúlurnar sem tengdasonur minn gaf mér eru hluti af landslagi vináttunnar. Þær skarta undir skyggninu á Litlatré. Og auka yndi.

Ljós sólarinnar breytir þeim í töfrakúlur. Þær gleðja augað. Það er engin blekking í þeim. Ekki fremur en í ljósinu sem af sólinni stafar. Svo er og með hið sanna ljós.

Smellið á myndirnar til að sjá stærri gerð þeirra.

Eitt andsvar við „Það er fleira að sjá en kreppu“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.