Góður kennari er lykilmál

Mister Pips er frábær bók. Var að ljúka við hana. Hún fjallar um erfiða tíma í litlu samfélagi. Hún er ástarsöngur til skáldsögunnar. Um hana segir:

„In Bougainville in the civil war in the early 1990s, regular schooling for village children is disrupted. Elderly eccentric Mr Watts, the last white man in the area, agrees to become the teacher. His classes consist of reading Dickens’s Great Expectations to the kids. Government troops (known contemptuously as “redskins”) and the local boys who have become armed rebels (known as “rambos”) pass through the village, sometimes with scary or horrible results. Still Mr Watts reads. And, in spite of everything, the children are touched and begin to see new imaginative poss-ibilities in their lives. They relate to the orphaned status of Dickens’s Pip and to the theme of being uprooted from home. They begin to see characters such as Joe Gargery, Miss Havisham and Mr Jaggers in terms of their own culture…“

Það er stórkostlegt að fylgjast með því hvernig Mr. Watts tekst að hrífa börnin með sér og opna fyrir þeim glugga út í veröldina, frá ríkjandi umkomuleysi og örvæntingu. Hann auðgar tilveru þeirra og hugsun, gefur þeim ný viðmið og ný viðhorf. Von, þar sem engin var og hvatningu til að taka á.

Það eru erfiðir tímar á Íslandi núna. Ógnvekjandi að vera barn og skynja örvæntingu foreldra sinna án þess að geta skilgreint ástæðuna. Á slíkum tímum hljóta góðir barnakennarar að vera lykilmál.

Eitt andsvar við „Góður kennari er lykilmál“

  1. Hæ hæ afi minn
    Góður kennari já hann skiptir öllu máli hann skapar barninu framtíð, vellíðan, þekkingu
    tala frá eigin reynslubanka

    p.s fékk mail frá kennaranum í gær um að við foreldra þyrftum að tala við krakkana um kreppuna sumir krakkar væru með kvíða og væru óróleg ok ég hafði fjölskyldufund í gækvöldi og spurði strákana mína hvort þeir vissu einhvað um kreppuna ? Hákon sagði nei hvað er kreppa og Eiríkur sagði veistu mamma að 1 evra er 100 kr íslenskar krónur ég ætla sko að safna íslenskum peningum og ég hugsaði ok ég þarf ekki að ræða þessi mál frekar.. H a ha
    Kveðjur frá Selfossi Ásta Tóta og co.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.