Stórvirkar ástir

Það var af tilviljun að mér varð litið út um Horngluggann fyrr í dag. Það var dálítil súld en veðrið samt milt. Sá þá ekki betur en að gul beltagrafa væri að eltast við aðra rauða.

Virtist mér sú rauða reyna að komast undan en gula grafan gaf sig ekki.

Stórvirkar ástir 1

Þetta fór fram um nokkra hríð. Gula grafan var með höggbor á bómunni en sú rauða með skóflu.

Stórvirkar ástir 1

Loks stansaði rauða grafan. Þá hægði sú gula á sér og læddist varlega nær hinni. Þær hittust og virtust láta vel hvor að annarri.

Stórvirkar ásir 3

Litlu síðar var öllu lokið og rauða beltagrafan hélt för sinni áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Stórvirkar ástir 4

Ég flýtti mér svo mikið að taka myndir að ég gleymdi að stilla myndavélina.

Eitt andsvar við „Stórvirkar ástir“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.