Utangarðsmaðurinn

Það var svo fátt vitað um orsök þessara hluta á árum áður. Lærdómsmenn, spekingar og læknar, deildu um aðferðir og stjórnvöld vildu helst hafa menn eins og þá um borð í skipum sem höfðu það eina takmark að koma aldrei að landi. Svo að þeir og aðrir borgarar þyrftu ekki að sjá þá. Og gætu gleymt þeim. Þessi skip komu því bara að landi þegar sækja þurfti kost. Hann var svo auðvitað eins rýr og fátæklegur og hægt var.

Lesa áfram„Utangarðsmaðurinn“

Get ekki orða bundist

Ég hef alltaf dáðst að mönnum sem tala frönsku. Það er að segja Íslendingum sem tala hana. Einu sinni vann maður hjá mér maður sem talaði frönsku. Ég komst að því þannig að hann var alltaf með kiljubók í vasanum og í hvert sinn sem færi gafst, svo sem í kaffitímum eða reykingahléum, tók hann bókina upp og las í henni. Þar sem ég hef alltaf þóst vera mikill áhugamaður um bækur, spurði ég hann hvað hann væri að lesa.

Lesa áfram„Get ekki orða bundist“

Góðilmur

Það seytlar lítill lækur, rauðleitur, niður Skógarhlíðina ofan og austan við Sauðhúsin. Það safnast í hann ofan úr Kotbrúninni. Hann er svo lítill að hann getur naumast talist lækur. Vatn sígur í hann úr mýrunum og sumstaðar hafa myndast pyttir. Þeir eru hvorki stórir né djúpir. Það heyrist gutlhljóð þar sem vatnið rennur í pyttina. Stundum heyrist gutla á tveim stöðum í einu. Og lækurinn, sem heitir Djáknalækur, líður áfram í krókum og beygjum og endar að lokum niður í Hrauná.

Lesa áfram„Góðilmur“